26.02.2025 16:32:00
|
Iceland Seafood International hf: Samstæðureikningur ársins 2024
Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi var yfir afkomu spá eða 1.1 milljarður króna.? Mikill afkomubati frá fyrra ári.
- Rekstrartekjur samstæðunnar námu rúmlega 66 milljörðum ISK (€443.2m) fyrir árið 2024 sem er 3% aukning frá 2023
- Rekstrartekjur á fjórða ársfjórðungi 2024 námu 19.3 milljörðum ISK: (€129.2m), sem er aukning um 16% frá sama ársfjórðungi 2023
- Framlegð 2024 hækkar um 1.0 milljarð ISK milli ára (€6.4m)
- Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi er 1.1 milljarður ISK (€7.4m) samanborinn við 101 milljón ISK (€0.7m) 2023 sem er aukning um 1.0 milljarð ISK (€6.7m)
- Hagnaður ársins eftir skatta er 414 milljónir ISK (€2.8m) samanborinn við 3 milljarða ISK tap (€20.3m) 2023
- Hagnaður á hlut fyrir árið 2024 er 0.14 ISK á hlut en 2023 var tap á hlut 1.1 ISK
- Heildareignir námu 36.4 milljörðum ISK (€253.9m), lækkun um 127 milljónir ISK (€0.9m) frá ársbyrjun.
- Eiginfjárhlutfall hækkaði í 30.0% frá 28.5% í lok árs 2023
- EBITDA fyrir árið 2024 er 2.6 milljarðar ISK (€18.0m), en var 1.6 milljarður ISK (€11.3m) á árinu 2023
- EBITDA af reglulegri starfsemi 2024 er 2.7 milljarðar ISK (€18.7m) en var 1.7 milljarður ISK (€11.7m) árið 2023
- Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi 2025 verður samkvæmt afkomuspá, 1.1 – 1.4 milljarðar ISK (€7.5m - €9.5m)
Rekstrartekjur starfseminnar í Suður-Evrópu voru 9.1 milljarður ISK (€61.1m) á fjórða ársfjórðungi, sem er 6.5% aukning miðað við sama tímabil árið 2023. Heildarsala ársins var sambærileg við fyrra ár í verðmæti en dróst saman um 2% í magni. Hagnaður starfseminnar fyrir skatta nam 871 milljón ISK (€5.8m), sem er aukning um 766 milljónir ISK (€5.1m) frá árinu 2023. Sala Iberica Group lækkaði um 1% í verðmæti og 3% í magni. Sala hjá Ahumados Domínguez jókst um 4.5% að verðmæti árið 2024 og 1% í magni.
Rekstrartekjur starfseminnar í Norður-Evrópu voru 2.6 milljarðar ISK (€17.2m), sem er 13% aukning frá fjórða ársfjórðungi í fyrra. Heildarsala ársins 2024 jókst um 6% og nam 8.6 milljörðum ISK (€57.3m), frá 8.1 milljarði ISK (€54.2m) árið 2023. Verð á laxi var hærra en reiknað var með í byrjun árs og hélst hátt fram á annan ársfjórðung. Það hafði áhrif á rekstrarniðurstöðuna sem skapaði svipað óvissuástand og var á sama tíma árið áður. Verð á laxi jafnaðist út síðari hluta ársins. Hagnaður starfseminnar fyrir skatta á fjórða ársfjórðungi nam 229 milljónum ISK (€1.5m) samanborinn við 163 milljónir ISK (€1.1m) á fjórða ársfjórðungi 2023. Hagnaður ársins 2024 fyrir skatta var sambærilegur við árið 2023.
Rekstrartekjur Sölu- og dreifingarhluta starfseminnar voru 8.0 milljarðar ISK (€53.6m) á fjórða ársfjórðungi, sem er 22% aukning frá sama ársfjórðungi 2023. Heildarsala ársins 2024 nam 27.0 milljörðum ISK (€181m), sem er 2% aukning samanborið við 26.5 milljarða ISK (€177.6m) árið 2023. Aukin eftirspurn og hækkandi verð á þorski og ýsu inn á markaði í Bretlandi og Bandaríkjunum voru lykillinn að góðum árangri auk þess sem batamerki á mörkuðum í Evrópu settu sitt mark á söluna frá Íslandi.
Rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir skatta var yfir afkomuspá. Afkomuspá fyrir árið var á bilinu 700 – 1000 milljónir ISK (€5.0m - €7.0m) en niðurstaða ársins er 1.1 milljarður ISK (€7.4m). Gert er ráð fyrir áframhaldandi háu þorskverði á árinu og að verð á laxi verði í hærri kantinum fyrri hluta ársins en lækki á síðari hluta.
Ægir Páll Friðbertsson, CEO
"Árið 2024 var ár viðsnúnings í rekstri Iceland Seafood og skiluðu öll rekstrarfélög samstæðunnar hagnaði á árinu eftir mjög erfið ár þar á undan. Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá þessa rekstrarþróun á fyrsta heila starfsári mínu hjá félaginu jafnframt því að skynja þau tækifæri sem felast í félaginu vegna öflugs starfsfólks, tryggra birgja og öflugra viðskiptavina. Fram eftir árinu 2024 voru sveiflur í verðum aðfanga og óvissa var á markaði. Hátt verð var á laxi fram undir mitt ár en það náði síðan jafnvægi sem gerði það að verkum að hagnaður var af laxa tengdri starfsemi. Á sama hátt urðu breytingar á mörkuðum fyrir hvít fisk á síðasta fjórðungi ársins, salan jókst og var afkoma fjórðungsins ein sú besta sem verið hefur hjá félaginu á þeim ársfjórðungi. Aukin eftirspurn sem við sáum á ársfjórðungnum eftir hvít fisks afurðum skýrist meðal annars af minni úthlutun þorskkvóta í Barentshafi fyrir árið 2025 og eru allar líkur á því að sú eftirspurn haldist áfram út árið 2025 og til lengri tíma.
Þessi viðsnúningur í rekstri Iceland Seafood á árinu 2024 er mjög jákvæður í ljósi þess að félagið var að selja erfiðar birgðir sem skiluðu neikvæðri afkomu auk þess sem að vaxtakostnaður hækkaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða sem nam 0.5 milljörðum ISK (€3.6m). Þessi hækkun vaxtakostnaðar átti sér stað samhliða hækkun vaxta í helstu viðskiptalöndum okkar en þegar líða tók á árið 2024 sáum við vexti fara að lækka sem er jákvætt fyrir félagið.
Iceland Seafood er sterkt félag sem hefur á að skipa reyndu og öflugu starfsfólki sem hefur verið að glíma við ýmsar áskoranir í rekstrinum á undanförnum árum. Á árinu 2025 eru allar líkur á að aðfangakeðjan verði áskorun sökum minnkandi kvóta í þorski sem gerir það að verkum að framboðið verður minna en verið hefur mörg undanfarin ár. Einnig liggur fyrir að það þarf að endurfjármagna um helming af vaxtaberandi skuldum félagsins á árinu og er sú vinna þegar hafin. Báðir þessir þættir geta haft áhrif á rekstur félagsins. Helstu áherslur félagsins á næstu mánuðum verða því að treysta aðfangakeðjuna, endurfjármögnun og áframhaldandi vinna við endurskoðun á stefnu félagsins með það eitt að markmiði að renna styrkari stoðum undir reksturinn og efla hann til framtíðar."
Rafrænn fjárfestafundur
Í dag klukkan 16:30 GMT mun félagið halda netfund fyrir fjárfesta og markaðsaðila þar sem stjórnendur munu kynna og ræða niðurstöður fjórða ársfjórðungs og 2024.
Fundurinn er eingöngu á netinu og verður í beinni útsendingu á íslensku á vefsíðum okkar
www.icelandseafood.com og www.icelandseafood.is
Sjá hlekk að neðan
https://vimeo.com/event/4947571/embed/b8ad233675/interaction
og verður upptaka aðgengileg eftir fundinn á www.icelandseafood.com/investors
Þátttakendur á fundinum geta sent skriflegar fyrirspurnir fyrir og á meðan á fundinum stendur á póstfangið investors@icelandseafood.com.
Fyrirvari
Allar yfirlýsingar varðandi framtíðarsýn í þessari tilkynningu endurspegla núverandi skoðanir stjórnenda á framtíðarviðburðum og niðurstöðu. Það að þessar skoðanir séu byggðar á afstöðu sem stjórnendur telja eðlilegar, er engin trygging fyrir því að atburðir og skoðanir verði að veruleika. Framtíðarsýn felur eðlilega í sér óvissu og áhættu; Niðurstöður geta verið frábrugðnar fullyrðingum eða skoðunum sem setter eru fram.
Frekari upplýsingar:
Iceland Seafood International hf.???????????????????????????????????????????????????????????
http://www.icelandseafood.com/Investors
Ægir Páll Friðbertsson, apf@icelandseafood.com
Attachments
- 254900CJS0OI5B8GO668-2024-12-31-0-en
- 2024 ISI - Financial Statements Consolidated - Final
- Q4 2024 Investor Presentation

Nachrichten zu Iceland Seafood International hf Registered Shs
Keine Nachrichten verfügbar. |
Analysen zu Iceland Seafood International hf Registered Shs
Im BX Morningcall werden folgende Aktien analysiert und erklärt:
✅ SAP
✅ Dollarama
✅ Waste Connections
Pünktlich zum Börsenstart diskutieren Investment-Stratege François Bloch und Börsen-Experte David Kunz oder Olivia Hähnel über ausgewählte Top-Aktienwerte aus dem BX Musterportfolio.
👉🏽 https://bxplus.ch/bx-musterportfolio/
Inside Trading & Investment
Mini-Futures auf SMI
Inside Fonds
D-Wave Quantum am 20.02.2025
Meistgelesene Nachrichten
Top-Rankings
Börse aktuell - Live Ticker
Bilanzzahlen im Fokus: Dow fester -- SMI knapp im Plus -- DAX legt kräftig zu -- Asiens Börsen letztlich mehrheitlich in GrünDer heimische Markt zeigt sich zur Wochenmitte freundlich. Der deutsche Aktienmarkt verbucht Gewinne. Der Dow zieht moderat an. In Fernost dominierten am Mittwoch die Bullen.
finanzen.net News
Datum | Titel |
---|---|
{{ARTIKEL.NEWS.HEAD.DATUM | date : "HH:mm" }}
|
{{ARTIKEL.NEWS.BODY.TITEL}} |